Sunday, March 6, 2011

AFMÆLISDAGUR, GAMALT DÓT, KROSSAR OG BLOGGLEYSI

Bonjour,
Ég vil bara helst byrja á því að afsaka bloggleysið hehe, verð duglegri héðan frá. 
Hef verið alveg afskaplega upptekin við að rúnta um á elsku þrumunni minni. 
Ætla bara að setja inn nokkrar myndir frá síðustu dögum..
outfit-ið á söngvakeppni MA
bolur frá Nostrum
ein flott frá söngvakeppninni með elsku Kolbrá


Mínir yndislegur vinir, Sigrún og Gulli fóru með mig í óvissuferð á afmælisdaginn, 26.feb. Hún var ansi skrautleg og alveg ótrúlega skemmtileg. 
Mitt fyrsta verkefni var að kaupa eitthvað skraut í bílinn fyrir 300kr og ég endaði á að kaupa þessa myndarlegu önd í Megastore, fattaði svo eftir á að þetta er í raun dót fyrir ketti, en mér finnst þetta ansi smart og passar einmitt við sæta gula bílinn í mælaborðinu sem Sigrún gaf mér í jólagjöf!

Í dag er svo sunnudagur og er það oft svona tiltektardagur hjá mér, þá aðallega að hreinsa fatahrúgurnar úr herberginu sem hafa safnast upp. En í dag tók ég aðeins meira til en það, hengdi upp myndir á vegginn minn og svona, breytti aðeins til. Þetta kemur bara ansi vel út!
En ég þurfti einnig að taka til í skúffum sem ég ætlaði að vera búin að tæma fyrir löngu síðan og þar rakst ég á svolítið sniðug armbönd sem ég hafði notað þegar ég var kannski 12 ára. Mér finnst það allavega megatöff.


ég bara laðast að öllu sem inniheldur krossa...

Rakst einmitt á nokkra gamla krossa þegar við vorum að róta í dóti fyrir dálitlu síðan og bjó til bæði hálsmen og eyrnalokka úr þeim. 
er ekkert smá ánægð með þetta!

Ég kem með eitthvað gott og krassandi á morgun eða hinn!

bisous
Katrín Björg



2 comments:

  1. Gamla loksins kom að því að það kom nýtt en þú ert sæt að vana og ég elska rauðu þrumuna :)

    ReplyDelete
  2. já hef verið pínu löt hehe, en takk sætust :*

    ReplyDelete